Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

miðvikudagur, október 29, 2003

I gærkvöldi fór ég í mat í systranna kristinar og Guðveigar en actually var skorri að elda, ungveska gullash supu. Elika og Hedvig komu lika og Guðveig var að klippa þær. Eg fékk að smakka nokkur af vínonum sem þau keyptu á ferðalagi sínu um Tokaj og Eger. Í kvold kom Guðveig svo með okkur í BST að skera upp hundanna, mjög áhugavert, en hún er að spá í að fá sér hund frá Hundastapa. Það er alltaf eitthvað áhugavert að gerast í skólanum, í dag sá ég hné aðgerð þar sem var verið að klippa slitin liðþófa, þetta var bara gert á sjónvarpsskjá með sma myndavél sem er komið fyrir í liðnum. Í gær talaði ég við ungan strák 17 ára á lungnadeildinni sem er með tiltölulega alvelegan lungnateppu sjúkdóm og það sorglega við það er að hann er að æfa á trompet og ætlar að vera trompetleikari þegar hann verður stór, en hann verður að hætta því. Svo á fæðingadeildinni var stúlka 12 vikna ólétt í´ sónar og það var tekið sýni úr legkökunni. Fóstrið var ekki heilbrigt og hún fer liklega í fóstureyðingu, frekar sorglegt fyrir hana.
Heilsan mín er svona skítsæmileg, ég svaf út í dag mætti í skólann á hádegi.
|

mánudagur, október 27, 2003

Eg er með hor í nebbanum...smu ... held að líkamshitinn minn sé við frostmark og ég reyni að drekka endlaust mikið te til að hita mig, ætla sko ekki að verða veik. Í morgun á slysó sá ég tvo menn sem höfðu lent í svakalegum umferðaslysum, með opin höfuðkúpu brot og hvað eina, frekar hræðilegt, veit ekki hvort ég vil verða ER læknir.
Eftir hádegi pantaði ég mér flug til köben um jólin, svo þá er það fast að ég kem heim 19.des og eins gott að fara að huga fastlega að profalestri. ja á maður bara ekki að fara að telja niður til jóla??
|

sunnudagur, október 26, 2003

Var frekar þreytt þegar ég kom ur ferðalaginu í gærkvöldi svo það lá beinast við að hanga í soffanum og glápa á ER. Svo ég taki upp söguþráðinn frá Rejaka, þá er óhætt að segja að það hafi verið off season í þessum strandbæ. Ekki margir úti á kvöldinn allaveganna, en þar sem við gistum öll i sama herberginu þá höfðum við bara þeim mun skemmtilegra hjá okkur. Á föstudagsmorgninum skoðuðum við bæinn og forum niður að sjónum, rétt til að stinga fingri niður í miðjarða hafið. En það vantaði sólina og hitann, var örugglega ekki meira en 4 gráður brrrr skítkalt. Eftir hádegi keyrðum við svo heim á leið og ætluðum kanski að gista í Zagreb næstu nótt, en ákváðum bara að fara alla leið til Budapest því þá yrði minni keyrsla eftir á laugardeginum. það var gaman að keyra í dagsbirtu í gegn um Croatíu, þetta er fallegasta land. Í Budapest fengum við hótelherbergi (2fyrir5), Róbert var ordin eitthvað slappur, með kommur og fór því bara snemma að sofa en við hin fórum út á lífið. Fórum á Old´s man pub hann var frekar skrítinn en troðinn af fólki, Pikk Cafe í Mammut mall, mæli með þeim stað mjög flottur en með frekar oldies musik, Piaf lítill staður með frekar tjill stemmingu og svo bara geisp call it a day.
KFC zinger menu var vel þegin morgunmatur en ennþá skitakuldi ætli það sé bara ekki kominn vetur. Við stoppuðum í West end og ég crassaði í MANGO og kom út með vetrarjakka alveig nauðsinlegt fyrir veturinn, svarta drakt alveig nauðsinlegt fyrir konu sem er komin á 4.ár í læknisfræði og svo skó sem er alveig nauðsinlegt fyrir...?????... ábyggilega eitthvað. vei....gaman gaman.
Nú fyrsta vetrardag var klukkunni breytt og nú er tíminn hér 2 tímum á undan islandi, ég græddi þá extra klukkutíma í svefn í morgun ekki slæmt. Svo er ég búin að vera að læra smá í dag og huga að profalestri sem er stutt í, bara 4 vikur eftir af skólanum hjá mer.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com