Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Byrjað að snjóa aftur, var þetta góða veður undanfarið bara smá pása á vetrinum? Allaveganna vel þegin pása. Hef heyrt að það sé drullu kalt og snjóskaflar í Ungó svo það tekur ekkert betra við svo sem, en allaveganna er bjart á morgnanna. Ég fer bara í ullarsokka og lopapeysuna mína og skrúfa hitann vel upp.
Fyrir mér í dag liggur það skemmtilega verkefni að pakka niður... er ekki alveig að sjá að öll þessi rusla hrúga í kring um mig passi í 2 töskur.

Í gær fór ég á röltið í bænum, labbaði niður laugaveginn og skoða eitthvað til að kaupa, sjá eitthvað sem mig sárlega vantar. En stundum er eihver tregða í gangi og rosalega erfitt að versla. Gat bara ekki keypt fyrstu flíkina, og allir vita að það er mjög mikilvægt að kaupa fyrstu flíkina og hita korið upp. En kortið var bara ískalt. Var reyndar með það bak við eyrun að það var ekkert pláss í töskunni. Kom líka við í kringlunni og náði þar aðeins að eyða, vítamín, shampoo, DVD myndir, krem og annar bráðnauðsinlegur varningur.
Í dag er vinkonu dagur, fór í heimsókn til Bertu og Lilju Berglindar áðan. Hitti Unni á vegamótum á eftir og svo Gullu og Ingu í kvöld. Svona good bye hittingur.
Kikti við hjá Halldóru í gærkvöldi, hún er búin að setja upp work out plan fyrir mig, nú á sko að taka á því í ræktinni, aðeins að brjóta upp æfingaprógrammið, enda orðin þreytt á að gera alltaf það sama. Eg verð þá orðin ansi þrýsinn og stinn í vor....
|

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Ég átti gott atriði í dag.
Var að stússast með Hrafnhildi, hún skutlaði mér niður á skrifstofu útlingastofu þar sem ég var í smá vegabréfa útréttingum og hún beið út í bíl á meðan. Svo þegar ég kom út aftur var byrjað að rigna og ég hljóp út í bíl. Ekki vildi betur til en ég reif hurðina upp og ætlaði að hendast inn í bíl þegar ég áttaði mig á því að ég var í vitlausum bíl, og þar sat einhver kona sem ég þekkti ekkert. Systir mín sat í næsta bíl og brjálaðist úr hlátir, ég hló svo mikið sjálf að ég gat ekki sagt fyrirgefið...........
|

mánudagur, janúar 31, 2005

Seinasta vaktin búin ...... mikið er ég fegin
mikið að gera í dag á báðum stöðunum svo að fá að sofa út í fyrramálið er vel þegið.
Búið að vera rosa fín vinnutörn, og audda læra hellings

Nú tekur við stúss og reddingar áður en ég fer út
......og pay day tomorrow...
|

sunnudagur, janúar 30, 2005

Jam og jæja, seinasta helgin á í þessu fríi búin. Kíkti út á lífið á föstudagskvöldið með Gullu,Bimbs og Gunnu. Dönsuðum fram undir morgun á hverfisbarnum mjög skemmtilegt. Fór svo í sveitinna með Axel í gær. Þar var mikið party, verið að taka nýtt fjós í notkun, svo það var opið hús fyrir vini og vandamenn. Komu ekki færri en 200 manns í kaffi, en um kvöldið voru nokkrir vel valdnir í kvöldmat og klóruðu sig fram úr nokkrum kössum af bjór og koníaksflöskum.

Nú er ég bara að verða reddí að fara út í kotið mitt. Koma hlutunum í rútínu aftur í mínu umhverfi. Ég held mikið upp á...
.......herbergið mitt og rúmið mitt
.......kisuna mína
.......corpus besta gymmið í heimi
.......sóffan með góða DVD
.......hanga heima með Björgu og gera fullt af unimportand hlutum
.......vera búin að versla í Tesco, eiga fullt af mat
.......hækkandi sól
.......saumaklúbbur með Kris og Poms
.......kaffistofuna í TB
.......og allt allt hitt
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com