Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

laugardagur, ágúst 16, 2003

Hann pabbi minn á afmæli í dag 64 ára, til hamingju með það.

Menningarnótt í Reykjavik
Umferð dauðans, rúmlega klukkutíma frá mosó upp á Eggertsgötu til Unnar klukkan 5 i dag. En svo birti til, engin rigning og rjóma blíða þegar við Unnur hófum okkar menningargöngu um bæinn. Fyrsti viðkomustaður var Litla Jólahúsið á Grunndarstíg, já góðir landsmenn þar er starfrækt jólahús allann ársins hring. Þar gæddi ég mér á piparkökum, hlustaði á bjart er yfir Betlehem og skoðaði handunnið jólaskraut með þjóðlegu ývafi. Fékk smá jólafiðring í magann. Svo gengum við sem leið lá upp skólavörðustíginn og rákum inn nefið á ymsum galleríum, ber þar hæst hliðartöskur úr fiskiroði, ákaflega elegant. Við vorum eitthvað sjúkar i handverk og hélum því í Gamla hússtjórnunarskóla húsið við Laufásveg að skoða handverkssýningu. Þar var verið að kynna hin ymsu námskeið í prjóni, hekli, þjóðbúninga gerð, skyrtusaum, augnsaum, baldýring, kontorstíng, afturstíng, harðangur, orkeríng, útskurður að ógleymdu knipli. En við fylgdumst með konu knipla af miklum eldmóð og leiddi hún okkur í allann sannleikan um knipl, en það er sem sagt tækni við blúndugerð " þetta er ósköp einfalt" sagði hún og af mikilli nákvæmni púslaði saman óteljandi spottum, við Unnur litum hvor á aðra, já ósköp einfalt..." og svo er bara að skrá sig á námskeið og mæta í haust" sagði konan að lokum og við kinkuðum bara kolli. En það er nokkuð ljóst að ég varð margs vísari um íslenskt handverk. Hungrið var farið að segja til sín sem minnti mig á það að ég hafði ekki nærst mikið i um daginn, þá kemur ekkert annað til greina en að gæða sér á kræsingu á Næstu Grösum og sporðrenna með einni mangó spirolínu, alveig ómótstæðilegt. Eg varð alveig endurrnærð, klukkan orðin 8 og margt komið í gang. Við útitaflið var tangó dans, þar sýndu jón og Gunna út í bæ tangó dans en þau hafa verið á námskeiði í Kramhúsinu, þarna voru nokkur hjón sem dönsuðu af mikilli innlifun. Lygndu aftur augunum, kúrðu í hálsakotinu á hvor öðru og hreifðu sig í takt við eggjandi tangó takta. Ég hugsaði þetta ætla ég að gera þegar ég verð eldri, fara með manninum mínum á tangó dansnámskeið. Hinum megin við götuna í gamla Top Shop húsinu var Háskólinn með alskonar kynningar bása, og á efri hæðinni voru pallborðsumræður þar sem verið var að kynna vístinavefinn, þar sátu 6 háskólakennarar fyrir svorum almennings. Við settumst þar niður nokkra stund og fylgdumst með áhugaverðum umræðum. Þar voru ymsum spurningum svarað eins og afhverju er himininn blár?, afhverju er ekki afnumið skattur af yfirvinnu?, hvernig eru fornleyfar aldursgreindar?, er sögning að versla notuð rétt i daglegu tali "að versla sér eitthvað"? svarið er nei, það er vitlaust að segja það og svo á ekki að segja góðan daginn, heldur góða daginn, eða góðan dag. Já þetta var fróðlegt og skemmtilegt. Næst á dagskránni okkar var rapp, graffity, og break dans hjá alþjóðahúsinu. Og mig langar að vera breakdansari og geta snúið mér á hausnum í marga hringi og staðið á höndum með 100% balance, já ætli ég eigi það ekki eftir að vera break dansari, þetta var meiriháttar programm . Nú fór að síga á seinni hlutann og ég komin með kalda fingur, og upplagt að fá sér kaffidrykk á kaffi tári, enda frægir kaffidrykkir þar, eg pantaði mer kaffibolla sem heitir kaffi plútó Röggu Gé borið fram í sætu glasi. Mjög gott enda ég á leið á næturvakt svo það má fá sér kaffi svona seint. Við enduðum á því að rölta á hafnarbakkann þar sem stórtónleikar Rásar2 stóðu yfir... ja Sálin að spila .... " Sódómaaaa aaaaaaaa"... ja svo var það búið. Nú komin tími á að finna strætó stoppistöð, en á leiðinni sé ég konu að selja nýtt popp...Ég spyr hana "ertu nokkuð með posa, ég er neflilega bara með kort" ... "nei" segir konan. "ja mig langaði bara svo ógeðslega mikið í popp" segi ég og hún sér hvernig ég horfi gyrndar augum á gullið poppið... "heyrðu" segir hún" "koddu og taktu bara einn poka", .... ja góðmennsku borgarbúa nær engum takmörkum og ég labbað burt popp-pokanum ríkari eftir þessi viðskipti og smjattaði á honum í leið 115 og heyrði í útvarpinu rás2 að stuðmenn voru byrjaðir að spila við hafnarbakkan....."mikið líturðu vel út beibí, frábært hár" ég leit á spegil mynd mína í rúðunni, já ég átti lokkafagran hárdag í dag. Ofan úr mosfellssveit sá ég svo hvar flugeldasýningin byrjaði. Mér finnst menningarnótt skemmtilegt fyrirbæri.
|

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

mikil dásemd alla daga. Edda var að hringja í mig og bjóða mér í leikhús í kvöld með sér og krökkunum að sja Rómeo og Júliu, alltaf er ég jafn heppin. Þau fjölskyldan eru búin að vera á Italíu í sumar og voru að koma heim.
Svo lítur út fyrir að kristin, skorri og Eggert eru að fara út á sama tíma og ég svo að það verður gott að ferðast saman, enda þurfum við að vera einn dag i köben, leiðinlegt??? sé ymislegt fyrir mér i hyllingum. Annars þarf ég að hugsa aðeins um það að spara svona fram á áramótum, LIN borgar ekki skólagjöldin til mín nema eina önn í einu en ég ætla að borga báðar nú í upphafi skólaárs. En þetta reddast.... eins og alltaf.
|

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

skil ekki alveig þetta með spurningamerkin.........vonandi stendur tad til bota
|
�� er �g komin me� flugmi�a � hendurnar heim i hei�adalinn. Fer 4.september � gegn um k�ben, ver� l�klega samfer�a Eggert �v� �g held a� hann fari � sama t�ma, sem er f�nt �� getum vi� deilt taxa heim fr� flugvellinum.
� m�nudagskv�ldi� var haldi� "big movie night" heima hja Unni, h�n grilla�i st�rkostlegan Sk�tusel og svo horf�um vi� � THE TWO TOWERS, alveig m�gnu� mynd og kom mj�g vel �t i heimab��inu, svo f�kk �g a� gista hj� unni. � g�r var �g bara � fr�i a� sp�ka mig i b�num, bor�a�i lunch me� Bj�rg � n�stu gr�sum en h�n var a� fara �t � morgun, afhenti henni lyklanna af �b��inni okkar og svolleidis, mamma hennar �tlar a� heims�kja okkur � oktober. �g hitti Unni seinni partinn �egar h�n kom �r vinnunni, h�n f�r i klippingu sem t�kst svona fr�b�rlega vel, h�n er svo s�t. Til a� fullkomna svona "sl�past-dag" �� f�rum vi� i b�� og �g f�kk Gullu og Ingu lika me�. Vi� s�um Pirots of the Carabbian..........oh my god..... jonny og orlando voru alveig gu�d�mlegir, og mj�g fyndnir lika. Fr�b�r mynd og vi� Unnur ur�um fullar eldm��i a� gerast sj�r�ningjar og l�ra skylmingar.
Endalaust gott ve�ur, �etta er b�i� a� vera svo milt og gott sumar
|

mánudagur, ágúst 11, 2003

Mikil dásemdar helgi var þetta, borðaði æðilega góðan mat hjá Agli og Unni á föstudagskvöldið, fékk svo lánaða videospoluna með Föruneiti hringsins og glápti á hana. Á laugardaginn fór ég i bæinn og hitti Gullu á laugarveginum þar sem við fórum í búða rölt og ég fann ymislegt skemmtilegt, ég er neflilega að safna í yfirvikt fyrir haustið þegar ég fer út :) Gay pride gangan var með styttra móti í ár og rigningin setti aðeins strik í reikninginn allaveganna var hárkollann hans Palla eitthvað hálf skökk. Eg meikaði ekki að fara níður á Laugardagsvöll að horfa á Bikarinn, enda sent beint i sjónvarpinu og miklu girnilegra að liggja upp í sóffa undir teppi og fylgjast með heldur enn að hanga úti í rigningunni. Gulla eldaði yndælis dinner og eg kom með ungverska rauðvin, voða huggó. Gunnhildur var lika heima og svo kom Hjördís. Moijto var drykkur kvoldsins, yesss og Gunnhildur komst i stuð eftir að fransmaðurinn hringdi frá Isafirdi... ótrúlega spennandi. Niðri í bæ voru allir hinsegin og í miklu stuði, dansgólfið á Sólon rokkaði feitt....en sumir létu nú ekki sjá sig....ja Björg þér verður refsað. Ég hitti Snakk og við rifjuðum upp góða afró takta og suðræna sveiflu og tókum mikið pláss á gólfinu. En ég var í nýjum skóm, þannig að það fór að bera á aumum tám og blöðrum, svo að ég var komin heim fyrir fyrsta hanagal.
Gulla átti afmæli í gær svo ég vakti hana með því að hoppa upp í rúmið hjá henni og knúsa hana, skokkaði út í bakarí og náði í morgunmat handa okkur, svo fram eftir degi vorum við að borða morgunmat og í persónulegum diskúsjónum, mjög nauðsinlegt.
Í gærkvöldi fór ég á deit með leinilega elskhuganum mínum, við fórum í leikhús að sjá ain´t misbehaiving sem er alveig snilldar syning, frábær tónlist og hún Andrea Gylfa er stórbrotin og mjög fyndinn. Mæli með þessu sjói. Við borðuðum á Tapas barnum sem ég hef ekki komið á áður og alveig frábært og geðveikur matur, mæli lika með því.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com