Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

miðvikudagur, október 13, 2004

Ég fór með kisu í pössun í gærkvöldi til Kristinar, hún ætlar að vera með hana á meðan ég er í París. Í kvöld er sem sagt flugið mitt til Orly sud, og ég er búin að mæla mér mót við Gunnhildi á Charles les Halles. Hún er í Paris í frönsku námi og er í svona international umhverfi, eða eins og hún segir sjálf einungis með asisku og suðuramerisku fólki í bekk sem talar enga ensku, svo það verður bara að nota brostækninga í samskiptum. Þar sem hún er einn mesti djammari sem ég þekki, meira að segja á islenskan mælikvarða, þá efast ég ekki um að við eigum eftir að bralla ymislegt saman. Annars er ég ekki með nein sérstök plön, bara hanga á kaffihúsum, borða goðan mat, hitta fólk, og svo ætla ég að setja mig í samband við einhvern Capoeira club og skella mér í tíma, fá annað capoeria view en frá Sancao.
Hafið góða helgi
|

mánudagur, október 11, 2004

Sit hér með köttinn á öxlunum, mér sýnist þetta ekki vera þægilegasti staðurinn til að sofa á en hún þykist allavegann vera sofandi.
Eftir skóla í dag fórum við Kristin í Tai massage, ný nuddstofa i Meditarian bath, alveig vonderful og mæli með heimsókn þangað. Ég fór í oliu nudd en Kristin í herbal nudd. Kærkomið nudd eftir marga tíma af capoeira um helgina. Spilaði líka tvo fótboltaleiki á árlega fótbolda móti medicus cup, og mitt lið lenti í þriðja sæti

Mikil diskúsjón meðal nemenda í skólanum um komandi helgi, en þá verður hér í bæ "mótmælaganga" sem nýnasistar og skin-heads halda. Þar sem meirihluti nemenda eru gyðingar, eða með húðlit dekkri en hinn venjulegi ungverji þá er þetta ekkert sérlega heppileg uppákoma. Fólk ætlar almennt að halda sinn inni við og ekki taka neina áhættu sem er skynsamlegt. Sjálf verð ég ekki í bænum því ég verð komin til Parísar. Vona bara að allt fari vel fram.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com