
eins og egypskur sphinx

Já time to move on...
það kom að því að leiðir okkar skildust, óumflýjanlegt.
Í dag flutti kisa burt frá mér, tímabundið á dýraspítalann en vonandi fljóttlega á framtíðar, fyrirmyndar heimili.
Við kisa höfum búið saman í 4 ár, hún hefur
.........sofið við hliðin á mér ca. 800 nætur
.........setið í fanginu á mér 8 próftímabil
.........farið ca 8000 sinnum með mér á klóið
.........horft á ca. 50 bíómyndir með mér upp í sóffa
.........enn oftar lagt sig með mér í sóffanum
.........sleikt af mér tárin when I am sad
.........setið á kanntinum meðan ég er í baði
.........tekið fyrir eyrun þegar ég spila á gítar
.........setið á vaskinum meðan ég bursta í mér tennurnar
.........borðað sallat og hrátt nautakjöt
.........elt nokkra eyrnapinna
.........hlaupið ca milljón sinnum upp og niður stigann (sérstaklega á kvöldin)
.............sannarlega einstakur köttur hún kisa.