Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

laugardagur, maí 29, 2004

Þá er ég komin á leiðar enda, höfuðborg lýðveldisins tekur á móti mér með bara fínu veðri allaveganna ekkert verra en Debó veðráttan. Ferðalagið gekk bara vel, það var gott að vera hjá parafinu í gærkvöldi, skoðuðum helling af capoeira myndum fra madrid. Fór á flugvöllinn kl 5 í morgun, og svaf alla leiðina til London. Þar át ég morgunmat í 2 klukkutíma, ekkert jafnast á við Prat og Starbuck, mæli með mangó frappochino á starbuck. Keypt svo nauðsinlegt lesefni, júní Glamor og Marie Clare og She. Þess má geta að það fylgdi með marie clare beach bag, alveig nauðsinlegt á Ísafirði. Ætla bara að tjilla í Rvk í kvöld, kanski fæ ég fisk í kvöldmatinn???
|

föstudagur, maí 28, 2004

Er að pakka....og í stöðugum samningaviðræðum við sjálfamig hvað fer með og hvað ekki
|

miðvikudagur, maí 26, 2004

Komin heim eftir Búdapest dvölina sem var hin ánægjulegasta. Kynntist áhugaverðu fólki, borðaði fullt af góðum mat og almenn afslöppun. Ég og Kristín gistum hjá Peter Zalka sem er að fara að koma til íslands í sumar í hjólreiðaferð, hann er rosalega down to earth and rich character. Hann kynnti okkur fyrir Krisjáni sem er ungvekur læknir með neurosurgery m.a. að specality, en hann veit meira en flestir aðrir, hann tók okkur í therapy sem saman stóð af bone cracking and muscle tearing i 2 daga, og ég er rútuslys á eftir. Hann sagði að ég væri með stálvíra í lærunum á mér.
Svo fór ég í 2 capoeira tíma, annann úti á margit island, þar sem við samuel og kristin og 2 aðrir vorum að leika okkur í grasinu í capoeira. Við kristin fórum líka í Lúkas thermal baðið, hef ekki farið í það áður og það er bara mjög fínt (svona þegar við fundum tyrknesku böðin) en það er eins með þetta bað eins og flest onnur böð í þessu landi að búningsklefa systemið er frekar flókið. Nú hef ég 2 daga til að gera það sem ég þarf að gera áður en ég fer heim til íslands, veit samt ekki alveig hvað það er annað en að pakka og þess háttar
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com