Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, júlí 02, 2004

Ekki miklar undirtektir með Leoncie.
Hér á Isafirði gengur lífið sinn vana gang, ég er á morgunvöktum um helgina. Eg er búin að vera svo dugleg í spinning í vikunni að ég er frekar aum allstaðar svo ég held ég bara hvili mig þar sem eftir lifir helgarinnar. Ég fór á snyrtistofu í gær, og ekki van þörf á, var alveig orðið hörmung að sjá manneskjuna. Lét vaxa af mér feldinn, en stúlkan vaxaði augnabrynar á mér svo kröftulega að næstum allt skinnið fór með... for í dag aftur svona til að hálf kvarta (mér finnst voða leiðinlegt að kvarta), en hún fór bara í vörn og bauð mér ekkert í "skaðabætur". Allt í gúddíí, fer bara ekki þangað aftur, það geta ekki allir verið eins proffessional eins og hún Agi.

Ein skemmtileg staðreind um Isafjörð, hér er til skóbúð sem heitir BIMBÓ
|

þriðjudagur, júní 29, 2004

Þeir sem vita ekki hvað þeir eiga að gera við sig um helgina, þá vil ég benda á að indveska prinsessan, icy spicy Leonice verður að skemmta á Ísafirði á föstudagskvöldið. Mætið tímanlega.

|

sunnudagur, júní 27, 2004

|
|
Búin að vera að vinna mikið undanfarið, en í dag er ég í frí í heilan sólarhring, veit ekki hvað ég á að gera við mig. En ég svaf af mér mest allann daginn og alveig yndislegt veður úti, en ég náði í rassgatið á veðurblíðunni þegar ég vaknaði kl 5 í dag og fór út að hlaupa, hljóp út í Hnífsdal og til baka. Efti bjútíful sturtu plantaði ég mér í soffann og horfði á mína menn valta yfir Danina (allavegana í seinni hálleik), Baros númer 15 er yndilsegur maður og ég ætla að giftast honum þegar ég er orðin stór. Það er ekki spurning að Tékkar verða evrópumeistarar.

Ég var á næturvakt seinustu nótt, það kom inn stelpa með botlangabólgu, svo hún var drifin í aðgerð, svo ég eyddi hluta næturinnar á skurðstofunni. En botnlanginn var nú ekki svo veikur þegar á hólmin var komið en engu að síður tekin út. Svona er þetta stundum.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com