Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Las það í blaði í dag að breskar konur kjósa frekar að vera með mjótt mitti heldur en háa greindarvísitölu.....
|

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Af eihverjum ástæðum hefur valentínusardagurinn farið að vera meira áberandi á islandi undanfarin ár, kanski ein birtingbarmynd markaðsvæðingarinnar. Blómabúðir, bakarí, súkkulaði og undirfata búðir grípa svona tækifæri fegins hendi til að koma því inn hjá karlmönnunum að þeir séu nú ekki nógu rómó nema að kaupa þett og hitt handa elskunni. Og konur bíða heima í ofvæni eftir því hvað elskhuginn fann ómótstæðilega frumlega hugmyndi til að koma sinni Valentínu á óvart og tjá sinn ástarhug.
En einhleypar konur hata þennann dag, ansk... pjatt og tilætlunarsemi. Þetta undristrikar status of family: single, sem eitthvað .. ja eitthvað aumkunarvert. Án Valentínusar.

Hef eytt mest öllumm deginum á kaffihúsi að lesa glanstímarit. Las m.a. í nýjasta Glamor nokkrar stórskemmtilegar sögur af konum í tengslum við valentínusardaginn.

Ein konan hafði verið að gera hosur sínar grænar fyrir einum hot shot i fyrirtækinu og það var greinilega eitthvað í gangi á milli þeirra. Einn daginn króaði hann hana af og spurði hvað hún væri að gera næast föstudag, 11. febrúar. Og hún nú viss um að árangur alls daðursins væri að bera árangur, og sagði að hún væri ekki með neitt plan, og þa sagði hann " gott þá getur þú passað dóttur mína, er neflilega að fara á date"

Önnur kona fékk stórann vönd af rauðum rósum sendann til sín á skrifstofuna á valentínusardaginn. Samstarfsmennirnir flautuðu og forvitning uppmáluð að vita hver sá rómantíski væri, þar sem hún hafði verið single í langann tíma. A kortinu með rósunum stóð "skiptir ekki máli þótt enginn elski þig á Valentínusardaginn, þú átt þó alltaf mig... þinn pabbi."

Mín saga er að einusinni var mér boðið í bíó, hittumst í bíóinu og þar beið umræddur vinur minn með eina rós, mín voða hissa. Þetta var voða kósí kvöld en pínulítið vandræðalegt, og ég fattaði svo þegar ég kom heim seinna um kvöldið að það var valentínusardagurinn. Svona er ég rómó.

What is your story?
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com