Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, nóvember 28, 2003

Já ég á það til þegar ég er í prófum að detta inn í eitthvert ofurskipulag og fer eftir því eins og róbót, ok fínt gengur upp so far. Þessa daganna er ég að fara í corpus gym á morgnanna. Í morgun þegar klukkann hringdi átti ég í rökræðum við sjálfa mig eins og gjarnan fyrst á morgnanna, ein rödd sagði mér að fara á fætur en hin vildi sofa árfam, en það sem gerir út um rökræðurnar þegar ég segi við mig "sumir hafa ekki þetta val að fara fram úr á morgnanna, eða jafnvel hafa ekki fætur og mundu gjarnan hlaupa ef hægt væri" ok ok ég skammast mín fyrir sjálfsvorkunina og fer af stað, allaveganna hlít ég að vera fysta manneskjan að fara á stjá í bænum. Eg skelli mér í gallan og fér út, yndælis veður sólskin og nálægt 15 stiga hiti og klukkann rétt að verða 7, en nei ég er ekki fyrsta manneskjan að fara á fætur í þessum bæ. Það eru þegar komnir flokkar að raka saman lauf og sópa götur, búðin á horningu er opnuð og fólk að verlsa eins og ekkert sé sjálfsagðara, krakkar að fara í skólann og leikskólinn að opna. Þar sem ég hleyp fyrir götuhornið sé ég heimilislausa manninn sem er oft her á sveimi, og það vantar á hann aðra löppina og hann er að betla pening. Á þessari stundu geri ég mér grein fyrir þeim hroka, hégóma og sjálfsvorkun sem maður sekkkur í. Ég krossa mig í bak og fyrir þakka fyrir allt sem ég hef og hversu lánsöm ég er og met það mikils að hafa tvær fætur til að ganga á og draga djúpt andan með sólskinið í andlitið á mér, og ég hef val hvað ég ætla að fá mér í morgunmat. Og með því að henda af mér hégómanum allaveganna um stund hljóp ég mun léttar, já hann er þung byrgði að bera. Þessi uppljómun fylgdi mér svo inn í daginn. Ja það er erfitt að búa í þessum hluta heimsins þar sem maður hefur alla þessa valmöguleika, sjálfvorkunin hefur sér engin takmörk. Þannig hljóðar "guðsbjall" dagsins.
|

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Það er mér mikið gleði efni að mínar elskulegu frænkur Sonja og Dudda séu farnar að kílja á síðuna mína, og nú lofa ég að vera líka virkur kíkjari á ykkar síður og setja linka inn á síðuna mína, það fer í vinnslu.

Þetta með skítugan kaffi bollann, minnti mig á Óla Egils, já þarna á sunnudaginn fannst mér ég líta út eins og Oli Egils enda ekki svo fjarstætt. En honum finnst kaffi best kalt helst dags gamalt og í skítugum kaffibolla. Er það skritið að ég sé svolítið mis.
Já hvað fleira....ég er með smá hausverk og með svitafílu undir höndunum, held að sturta lækni það bæði. Hún kisa mín er ekki sátt við að vera ein heima á daginn, og kvartar mikið fyrsta klukkutímann eftir að ég kem heim af bókasafninu, en svo þegar ég er búin að ganga með hana um gólf með hana á öxlinni og bía ofan á bakið á henn róast hún. Hun er svolítið mennsk.
|

mánudagur, nóvember 24, 2003

ég þakka góðar kveðjur, gott að vita að það er fylgst með mér í prófunum. En það gekk mjög vel á slysó í dag, talaði þar um chest injuries, hip dislocations og skrúfur og nagla eins og það sé mitt hjartans mál. Og uffff.... altaf gott að klára próf, eyddi svo 3 klukkutímum á snyrtistofunni aðeins að lappa upp á mig. En nú svissast lærdómurinn nú tekur lyfjafræðin við og við kristín ætlu að lesa á nýja fína bókasafninu á Lovarda the school of public health, svona út af þvi að prevertive medicin er uppáhaldið okkar.....right. Þetta er glæsilegt bókasafn, og þjóðarbókhlaðan er bara prump við hliðina, svo ég minnist ekki á suddan i TB, en aðal kosturinn er auðvitað að þarna er enginn úr skólanum mínum svo það er engin truflun. Allaveganna má athuga hvernig það gengur.
Kisa situr við hliðina á tölvunni og starir á mig og skilur ekki hvernig ég get sínt þessu apparati meiri athyggli en sér, sérstaklega þar sem ég er ekki búin að vera heima síðan á hádegi. Ok, ætla að horfa á svona eins og einn ER þátt í tilefni dagsins.
|

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Sunnudagur, ég horfði á mig í spegli í morgun, í allt of stórum gallabuxum í ullarpeysunni (lika nokkuð stór) í ullarsokkum með gat á hælnum úfið hárið og með kaffibolla sem hefur ekki verið þrifinn í um viku og gamlar kaffi slettur leka niður bollann. Hver annar drekkur úr skítugum kaffibollumm??? (spurning dagsins) Ég á það til þegar ég er í profum að verða ekki mjög útlits fríð en það er allt í lagi er ekki með einbeitinguna á útlitið, hverjum er ekki sama þó að ég sé heima með bólu á nefinu, óplokkaðar augnabrúnir, loðinn undir höndunum og í peysu með matarslettum á bringunni og öll í kattarhárum. Já ef það gefur mér góðann árangur í profum þá er það hið besta mál. Það er líka svo gaman eftir profatímabilið að fara allt í einu í sæmileg föt og sétja á sig meik up því þá er ég löngu búin að gleyma hvað ég get verið sæt þegar ég hef mig til.

Ég hef mikla samúð með micael jackson þessa daganna, amerikanar eru ekki hægt, vissi það reyndar fyrir löngu. Þvílíkt fjölmiðla fár á CNN, ég lít á manninn sem algjört fórnarlamb frægðar sinnar og erfiðrar æsku. Hvað svo sem er satt í þessu máli (og það mun aldrei neinn vita sannleikan hvað gerðist í raun og veru), þá á hann alla mína samúð. Hann er ekki heill maður það er satt, er bara skemmdur, en hver skilur börnin sín eftir hjá skemmdum einstaklingum, ekki mundi ég gera það.

Ég er mjög abbó út í kicole Kidmann, hún er há og grönn með hvíta húð og rautt hár (eins og sumir) og er með Lenny Krawich, þetta er náttúrulega ekki sanngjarnt. Hann er kynþokkafyllsti maður sem hefur stigið á þessari jörð (og kanski DAngelo) og ef hann hefði eihvertímann hitt mig þá væri hann ástfangin af mér, það er enginn spurning, allavegann ef ég færi úr ullarsokkunum, hún var bara á réttum stað á réttum tíma. Um daginn dreymdi mig lenny og hann var að læra íslensku, held að það sé sign. er það ekki.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com