Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

laugardagur, apríl 03, 2004

Hún Gunnhildur á afmæli í dag, til hamingju með það.
Björg fór í morgun til Budapest til að hitta fjolskylduna sína sem var ad koma frá 'Islandi, þau ætla að vera i sumarbústað við Ballaton i viku, ljómandi cósí, enda komið alveit ágætis veður allaveganna á íslenskan mælikvarða.
Ég er öll að koma til og öðlast minn fyrri kraft. Fór í corpus í morgun, lang þráð hreyfing, ekki gert neitt i viku og er orðin ansi styrrð. Síðan á bara að lesa í dag og næstu daga, er alveig tilbúin að sökkva mér ofan í profalestur.

Hér í bænum stendur yfir HM i íshokkí undir 18 ára, og íslandi á lið hér í keppninni. Islendingar í bænu hafa ekki látið sig vanta á bekkina að stiðja sína menn, við töpuðum reyndar fyrir ungverjalandi í gær, en eigum að spila við Spán í dag og það á vist að vera eitthvað betra. Annars vissi ég ekki að island væri með landslið i unlinga íshokkí, hvað þá að ég viti nokkuð um íshokkí, svo að ég hef bara fylgst með þessu úr fjarlægð.
|

miðvikudagur, mars 31, 2004

Heilsan er eitthvað að skriða saman, en samt allt of hægt, hef ekki þolinmæðina í þetta. Var hundleið á að vera heima í gær svo ég dreif mig i skólann í dag. Greinilegt að ég er búin að vera inni i 2 daga, því allt er orðið grænt og komin smá lauf á tréin, samt ekkert rosalega hlítt, allaveganna einhver hrollur í mér. Internal medicin practical kennarinn minn er gamall professor, algert yndi, þetta er seinasta önninn sem hann kennir svo það á að halda eitthvert kveðjuhóf fyrir hann, svo hann bauð mér í þetta teiti sem fulltrúi erlendra stúdenta.....hemmmm ætli maður fari ekki og kíki á kallinn.

Annað mál á dagskrá, nú fer að líða að ráðningafundi félags íslenskra læknanema. Hann verður a þriðjudaginn, ég bara vona að það komi eitthvað gott út úr honum. Eins og staðan er núna sýnist mér að það séu ekki nógu margar stöður til að dekka 4ja árs listan, en þetta á eftri að breytast í vikunni. Spennandi og scary.
|

þriðjudagur, mars 30, 2004

Eftir skemmtilega ferd til Szeged um hlegina kom ég heim á sunnudaginn eitthvað extra drusluleg og berkla hóstinn sem ég er búin að vera að afneyta undanfarnar 2-3 vikur var farin að ágerast. Já viti menn á manudagsmorguninn vaknaði ég með hita og öll ömurlegheit sem til eru, hitinn for mest i 39,5 og ég hélt að heilinn á mér væri að soðna. Eg sit bara heim og reyni að safna kröftum, enginn skóli hjá mér allaveganna. En ég held að ástandið sé að skána, er allaveganna hitalaus í dag.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com