Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

fimmtudagur, apríl 06, 2006

þetta yndilega Magyarorsag....
Margt búið að breytast í þessum krúttlega bæ á þessum 6 árum. Gamla góða Kenésy bókasafnn læknaskólans heyrir nú sögunni til en það flutti í nýtt of fancy húsnæði um áramótin. Það var í litlu elgömlu húsi hér á campus, sem var upphaflega byggt sem einbýlishús professorsins sem reisti kvennaspítalann. Algjörlega fáránlegt húsnæði fyrir bókasafn, en hafði sinn sjarma, brakaði í gólfinu og eitt ylmandi klósett. Dýrðar ljómi yfir því nú eftir að því er lokað.
Nú er bókasafn læknadeildarinnar í fancy spancy Life Science building. Mjög flott og flestir hlutir þar til fyrirmyndar, hátt til lofts og vítt til veggja. En sökum þess að ungverjum skortir ákveðið skipulags gen koma upp skrítnir hlutir. Eins of fatahengis reglan, og reglan um hvaða hlið má bara labba inn og annað sem maður á að labba út, og porta gaur sem horfir með arnaraugum á að þessu sé fylgit eftir.
Á neðstu hæð bókasafnsins er fín kaffitería, huggelige og flott útsýni úr stórum gluggum. Hvað gera ungverjar, nú þeir segja þarna bar, hægt að kaupa sér stóran bjór og vodka shot. Frekar ódýr bar verð ég að segja, og í gær var tilboð á bacardi breezer. Þarna er líka píano til að lifga upp á stemminguna á barnum, en common þarna fyrir ofan er lessalurinn og tilgangslaust að hafa hljótt þegar fólk er komið á annann bjór niðir á barnum.
Svona er þetta, allavegana hægt að skjóta á sig Vodka eða Unicum í profstressi. Gott mál, only í magyarorsag.
|

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Hæstiréttur Malasíu hefur samþykkt að ákæra megi ungt par fyrir brot á velsæmislögum fyrir að hafa verið gripin glóðvolg í faðmlögum og við kossaflens í almenningsgarði í Malasíu.
Parið, sem er á þrítugs aldri, var í faðmlögum í almenningsgarði við Tvíburaturnana í höfuðborg landsins Kuala Lumpur, þegar öryggisverðir komu að þeim. Neituðu þau sök þegar þau komu fyrir héraðsdóm vegna athæfisins. Lögfræðingur þeirra sagði fyrir dómi að ekkert væri athugavert við að ástfangið fólk sýndi ást sína og ekki ætti að stöðva fólk við að kyssast og að faðmast á almannafæri. Flestir íbúar Malasíu eru múhameðstrúar.
Ef dómari telur að þau hafi brotið lög geta þau átt von á því að þurfa að greiða sekt og að sitja eitt ár í fangelsi fyrir athæfið.

Ef svona lög væru í gildi hér í Ungó, hefði löggan ekki annað að gera, því ungu sem gömlu fólki hér í bæ finnst fátt skemmtilegra en kissast og knúsast á almanna færi.

Í dag it´s raining cats and dogs, nú það er víst gott fyrir gróðurinn.
|

mánudagur, apríl 03, 2006

Fallegur dagur í dag.
LaBombeSexualle á afmæli í dag, til hamingju gæskan

Margt að gerast þessa daganna.
Sveitin mín hefur brunnið til ösku nú um helgina, alveig svakalegt að fylgjast með þessu, sem betur fer engin hús brunnið, allir nú alveig uppgefnir eftir slökkvistarfið.
Frændi minn Ólafur Lárus að fermast í gær, til hamingju með það.
Og ég, ég tók pediatrics próf í morgun og kláraði það með sóma, alltaf léttir að klára próf. Vika í næsta próf, geðlækningar.
Ég hef að mest hrist kvefið úr mér, og er spræk.
Fyrir utan að lesa um helgina fór ég nú samt út á föstudagskvöldið, árgangurinn min fór út að borða saman, mjög skemmtlegt og flestir fluttu sig yfir á genius, en þar var Capoeira show og ég lét mig ekki vanta þar. Á eftir að sakna capoeira grúbbunar héðan úr debó.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com