Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Ég var rosa afkastamikil í gær, fór eftir vinnu á kæjak.  Þetta var um 3 kls sigling, þar sem við vorum að þvælast um í Önundafirði.  Ætluðum að koma við á Flateyri en það var frekar kvast og mikill öldugangur svo við forum bara innar í fjörðinn.  Ég hafði alldrei farið á kæjak áður en það gekk rosa vel, og mjög fallegt að sigla í sólarlaginu já fagurt er Ísland.

Ha.. bíddu aftur komin helgi....
|

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Já og svo fékk Davið bara magakveisu á að éta ofan í sig fjölmiðlafrumvarpið og fluttur á Lansann í þokkabót.
Slík frumvörp fara víst illa með meltinguna
|

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Mikið rosalega er ég orðin þeytt á fjölmiðlafrumvarpinu og fréttaflutningi...
er til eitthvað meira óspennandi en íslensk stjórnmál???
|

sunnudagur, júlí 18, 2004

Sunnudagsnótt
 
Missti alveig af sunnudeginum, svaf allann daginn.  Það hlítur að vera fullt tungl eða eitthvað því það er búið að vera brjálað að gera á sjúkrahúsinu alla helgina.  Ég þarf allaveganna ekki að drekka kaffi þessa næturvakt, nóg adrenalín flæði.  Ég held að mig langi ekki að vinna á ER.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com