Helgin var bara alls ekki svo slæm eins og búin var að hræða mig með. Þetta ógurlega hestamannaball. Á laugardaginn fekk ég skemmtilega heimsókn, Róbert og Zita komu. En það hitti svo skemmtilega á að þegar þau voru alveig að koma í bæinn fékk ég sjúkrabíla útkall og þurfti að þeysast í rússíbana ferð með sjúkrabílnum upp að sólheimajökli, en það var ekker alvarlegt og var komin fljótt heim aftur og gat tekið á móti gestunum mínum. En.... akkúrat þegar við vorum sest niður til að borða kvöldmat kom annað 112 útkall, og í þetta sinn fórum við í bæinn. 6 kls seinna kom ég heim þá um miðnætti, kvöldmaturinn var orðinn frekar kaldur.
þá tók við kósí kvöld, með snakki, kertaljósi smá gítar, spjalli og sveitakyrrð.
En rétt þegar við ætluðum að skriða upp í rúm, var frekar þreytt eftir þeysing dagsins, var ég boðuð niður á heilsugæslustöð til að sauma einn ball gest. 4 spor fyrir svefninn.
Æðislegt veður á sunnudaginn og við gátum rölt um bæinn, og mesta lukku vakti að labba berfættur í fjörunni ofan í ískaldann sjóinn.
En á morgun byrnar mitt langa helgarfrí, eftir um 4 vikna vakt.
þá tók við kósí kvöld, með snakki, kertaljósi smá gítar, spjalli og sveitakyrrð.
En rétt þegar við ætluðum að skriða upp í rúm, var frekar þreytt eftir þeysing dagsins, var ég boðuð niður á heilsugæslustöð til að sauma einn ball gest. 4 spor fyrir svefninn.
Æðislegt veður á sunnudaginn og við gátum rölt um bæinn, og mesta lukku vakti að labba berfættur í fjörunni ofan í ískaldann sjóinn.
En á morgun byrnar mitt langa helgarfrí, eftir um 4 vikna vakt.