Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, september 02, 2005

Þá er ekkert eftir nema að hlamma sér ofan á ferðatöskuna í von um að hún lokist,
heyrumst eftir helgi frá Fjarskanistan
|

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

almennar útrettingar í dag. Fór í apotek að byrja mig upp, eins og ég geri ráð fyrir að verða rosalega veik næstu vikurnar. Sýklalyf, malariulyf, verkjalyf, after moskito bite, mildison krem, anti ofnæmi, anti niðurgangur o.s.frv. Og svo auðvitað Wc pappír eða tissjú. En mér var ráðlagt að hafa svoleiðis með. Er komin með allar bólusetningar, en ég þurfti ekki að bæta miklu við mig síðan ég fór til Nígeríu fyrir ári, já vá það er ár síðan ég var í Nígeríu, tíminn líður fljótt.
Var að fá email frá Abdulla (sem er bekkjarbróðir minn sém ég verð hjá á Indlandi) hann sagði að það væri búið að bjóða mér í risa brúðkaupsveislu um miðjan september. Það verður upplifun að fara í alvöru indveskt brúðkaup, en slíkar veislur eru ca 500-1000 manna og taka um 3 daga. Eg verð að láta sauma á mig silkikjól fyrir samkvæmið, og skreyta mig indvesku silfri og gulli.
spennó
|

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Langar að benda á ljósmynda gallerý hjá Hörpu Hrund vinkonu minni, kanski kannist þið við einhverjar myndir, kíkið
Hér
farið inn í "annað"
|
Counting down.....
Já nú fer bara allt að verða klárt fyrir ævintýraferðina.
Hún móðir mín kom og sótti mig til Víkur á sunnudag, tókum góðan rúnt til baka, stoppuðum á StokksEyrarbakka á Fjöruborðinu og þar pöntuðum við okkur nokkra lítra af humarsúpu og tonn af humarhölum ........ mmmmmmmmmm.... yndislegur matur.
Svo bara hafa það rólegt og sofa í sveitinni, heilsa upp á nýjasta fjölskyldumeðliminn, Óskar Gísla sem ég hef ekki séð áður, 2mánaða gamall. Ég er sko ömmu systir hans. Bróðir hans orðinn 2ja ára og móðurmálið þvælist ekki fyrir honum " helvítis kallinn" og "þegiður arna" er uppáhalds orðin, þetta verður orðljótastabarn á leikskólanum sem hann er að byrja á nú í haust. Svona er uppeldið í sveitinni, flestir horfa á langafann, pabba minn, sem ábyrgan móðurmálskennara. Nú er ég hinsvegar komin í "menninguna" í RVK, fullt af allskonar hitting er á dagskránni, drekka kaffi hér og þar með vinum og ættingjum. En tók það bara rólega í kvöld heima hjá systur minni og opnaði rauðvínsflösku í tilefni dagsins. Hef ekki smakkað rauðvín síðan á spáni í vor..... uhmmmm .. those were the days, bragðast kunnuglega.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com