Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

laugardagur, apríl 23, 2005

Skv. MBL.IS

Upplýsinga æði verra en marjúana

Fólk sem sífellt verður fyrir áreiti af völdum tölvupósts og símhringinga verður fyrir „greindarvísitölufalli“ sem er rúmlega tvöfalt meira en þeir sem reykja maríjúana verða fyrir, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar, sem gerð var fyrir tölvufyrirtækið Hewlett Packard. Er varað við aukinni hættu á að fólk fái svonefnt „upplýsingaæði“ er lýsi sér með þeim hætti að fólk verði háð tölvupósti og sms.

........svo ég held að ég slökkvi á netinu og gemsanum og rúlli mér eina græna
|

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Hvað kostar að flytja kött til Íslands?

Ég er búin að vera að gæla við þá hugmynd að flytja kisu til Islands, þar sem dvöl minni í Debrecen fer senn að ljúka. Í dag fór ég inn á vef landbúnaðarráðherra að kynna mér lög og reglur um slíkan innflutning, með tilliti til kostnaðar. Til að byrja með þarf ég að sækja um innfluting og slíkl leyfi kostar um 20000 kr. Þar skrifa ég undir að hlíta öllum reglum m.a. að fara með kisu í 4 vikur í einangrun í hrísey og hinar ymsar blóðrannsóknir og mótefnamælingar. Slík dvöl kostar um 120000kr fyrir kött, að auki kostnaður við ummræddar blóðprufur, svo ekki sé talað um ferðir fram og til baka fyrir mig til Hríseyjar, og flug fyrir köttinn heim (hvað ætli það kosti). Niðurstaðan er að ólíklegt er að kisa fái Íslanekan ríkisborgararétt. Eini möguleikinn í stöðunni sé ég að hafa samband við Hall Helgason og Sæma Rokk til að stofna samtökin "Köttinnn heim". Þetta mál fengi flýtimeðferð á alþingi um að veita kisu dvalarleyfi, og með einhverjum ráðun yrði pakkinn svo á endanum brogaður af ríkissjóði.

Kötturinn heim
|

sunnudagur, apríl 17, 2005

Sá þessa í vikunni, held að þetta sé skemmtilegast mynd ever..

 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com