Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Rómantísk saga úr hversdagsleikanum.

Ég hef nú verið að vinna á spítala í nágreninu við mig, á öldrunar og Stroke deild. Gengur bara vel, ég tóri enn að vinna um 50 tíma vinnuviku. Verð það næstu viku og kanski 1-2 vikur lengur.

Eitt atriði stendur uppúr eftir vikuna. 97 ára maður lá á deildinni, býr annars heima hjá 100 ára gamalli eiginkonu sinni. Gamli var nokkuð óáttaður og með m.a. þvagfærasýkingu. Mjög elskuleg hjón, verið gift í 73 ár (geri aðrir betur). Eg þurfti að setja upp hjá honum nál, en hann var ekki mjög sáttur við það, ekkert hrifinn af því að ég væri að stinga hann. Eiginkonan sem sat við rúmið hans kom til hjálpar, tók í hina hendina á honum og þau horfðust í augu, hann fékk tár í augun og sagði við konu sína " I love you so much" og konan "I know,... give me a kiss" og svo kysstust þau. Milli kossa segir konan við mig "stick it in" og ég greip tækifærið og smellti nálinni á sinn stað á meðan kossaflensið hélt áfram. Gamli tók ekki eftir neinu. Þetta var það besta sem ég hef séð lengi. Dásamlegt að sjá fólk svona mikið ástfangið eftir 73 ár í hjónabandi.

Rómantíkin í London
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com