Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

laugardagur, nóvember 08, 2003

Mér skilst að veturinn sé kominn á íslandi, snjór og læti. "færð á vegum fer vesnandi..." sá ég á mbl.is. Hér er bara fallegt vetrarveður og laufin falla af trjánum í rólegheitunum. Það var stelpukvöld hér á simony á fimtudagskvöldið, ég bauð upp á grænt eldhús mjög huggulegt. Kristin, Ritga, Björg og ég átum og drukkum og svo horfðum við á Europian musik award. Mér finnst svona awars shows SVO skemmtilegt, pæla í fötunum á fólkinu og alskonar performerum. Við æptum og köllluðum þegar SIgurrós fékk verðlaun fyrir besta myndbandið, þeir voru svo reykvískir og sætir strákarnir þegar þeir tóku við verðlaununum, mjög stolt af þeim, til hamingju.
Lærdómur gengur bara ágætlega, er svona nokkurnvegin búin að skipuleggja prófalesturinn, og ég hlakka bara til að taka prófin.

p.s. mér finnst sean paul svolítið skemmtlegur, langar að heimsækja hann til jamaica
|

mánudagur, nóvember 03, 2003

Byrja á að þakka þeim sem skrifa comment, gaman að heyra sma feedback.
Mig dreymdi svo hræðilegan draum í nótt og alveig furðulegan. Þannig var að ég var að vinna í kjarnorku veri, og draumurinn byrjaði á því að ég var að mæta á vakt í einhverjum öryggisklefa, sem endar með því að mér verður á mistök, á að stypmla inn númer sem ég kann ekki og afleyðingarnar eru að kjarnorkuverið springur í loft upp. Ég næ að flyja eitthvert á bíl og loka mig svo inni, allt verður grátt og ég sé fólk degja út á götu, ég horfi á hendurnar á mér og fylgist með hvort þær séu að brenna af geislavirkni og mér líður mjög illa líkamlega og held að ég sé að deyja. Ég reyni ekki að koma við neitt því allt er svo geilsavirkt, svo sé ég nokkrar kisur úti sem detta dauðar í götuna og horfa á mig. Ég fylgist með fréttum þar sem er verið að segja frá slysinu og verið er að leita það þeim sem var á vakt þetta kvold. Þetta var alveig skelfilegt, og svo skír draumur og gerðist í réttri röð. Ég var mjög fegin að vakna og fatta að ég vark ekki brennd af geilsavirkni og engin hafði dáið. Er þetta ekki bara duldur ótti við vinnuna að vera læknir og hafa mikla ábyrgð á mannslífum??

Björg var að framkalla myndir sem eru úr ymsum áttum, mjög skemmtilegt, sérstaklega myndirnar af síðkjólaballinu.
Í kvöld eru tónleikar með Robbie Willjams í Budapest og ég er hér smu.... það var uppselt þegar við Björg ætluðum að fá miða, allt of seinar fyrir 2 mánuðum.
|

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Framhalds fréttir af heilsufari, eg er alveig að losna við kvefið og allt í stakalsta lagi núna. Á föstudagskvöldið var halloween party í skólanum, mjög fínt partý. Ég dressaði mig upp sem svona 80´s diskó gella í bleiku stuttu pilsi, með legghlífar og griflur. Kristin var í mjög frumlegum búning þar sem hún var gaffall, vafin ínn í álpappír, og hún var líka í öðru sæti í búninga keppninni vann gistingu á hóteli í miðbæ Budapest og miða á eitthvað show, til lukku með það svo skemmtilega vildi til að ég var í dómnefnd um besta búninginn. En það voru svo margir flottir búningar að það var erfitt að velja.
Mamma hennar Bjargar hefur verið hérna um helgina og þær mæðgur eru búnar að hafa það gott verið á snyrtistofunni og shopping alveig dásamlegt. I gærkvoldi fórum við ut að borða, og núna áðan fórum við í Thermal bath. Ég er búin að læra svolítið, aðeins að undirbúa mig fyrir lokaprófin sem hefjast von bráðar, og nú er minna en 2 mánuðir þar til ég fer í jólafrí.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com