Mér skilst að veturinn sé kominn á íslandi, snjór og læti. "færð á vegum fer vesnandi..." sá ég á mbl.is. Hér er bara fallegt vetrarveður og laufin falla af trjánum í rólegheitunum. Það var stelpukvöld hér á simony á fimtudagskvöldið, ég bauð upp á grænt eldhús mjög huggulegt. Kristin, Ritga, Björg og ég átum og drukkum og svo horfðum við á Europian musik award. Mér finnst svona awars shows SVO skemmtilegt, pæla í fötunum á fólkinu og alskonar performerum. Við æptum og köllluðum þegar SIgurrós fékk verðlaun fyrir besta myndbandið, þeir voru svo reykvískir og sætir strákarnir þegar þeir tóku við verðlaununum, mjög stolt af þeim, til hamingju.
Lærdómur gengur bara ágætlega, er svona nokkurnvegin búin að skipuleggja prófalesturinn, og ég hlakka bara til að taka prófin.
p.s. mér finnst sean paul svolítið skemmtlegur, langar að heimsækja hann til jamaica
Lærdómur gengur bara ágætlega, er svona nokkurnvegin búin að skipuleggja prófalesturinn, og ég hlakka bara til að taka prófin.
p.s. mér finnst sean paul svolítið skemmtlegur, langar að heimsækja hann til jamaica