Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, desember 31, 2004

Nú árið er liðið í aldanna skaut og alldrei það kemur til baka.
Ég hlakka mikið til að taka á móti 2005, hef árið í faðmi fjöllunar í sveitinni. En 1.janúar er fyrirhugað matarboð hjá unni minni, ekki spurning að það verði huggelí.
Í janúar er ég komin með meiri vinnu í Rvk. Svo ég verð mest þar fyrsta mánuðinn.

Ég þakka öllum vinum og vandamönnum fyrir glæsilegt ár,
lifið heil
|

sunnudagur, desember 26, 2004

Skrifaði þennan pistil á debrecen síðuna, og ákvað að birta hann líka hér. Hálfgert áramótaávarp frá mér.


Frá mér séð, þá er þetta búið að vera stórkostlegt ár. Og hér kemur stuttur (vonandi)árs pistill.
Ég byrjaði árið 2004 á 3ju hæð á Skjóli þar sem ég var á vakt á gamlárskvöld...gaman stuð að skipta á siðustu bleijum ársins 2003. En þar sem ég var í svo löngu jólafríi (mjög langþráð jólafrí fjórða árs) þá tók ég nokkrar vaktir á Skjóli í Janúar, svona helst til að gleðja þjónustu flulltrúann minn í bankanum. En hann var ekki lengi glaður því ég fór í svo elegant skíðaferð til Madonna deCampilgio í ítölsku ölpunum.... með tilheyrandi útgjöldum. Var þar með Refnum (þar sem hann fékk þetta viðurnefni silfurrefurinn eftir eftirminnilega göngu heim eina nóttina í 15 stiga frosti ber að ofan og stakk sér í snjóskafl) Silfurskeiðinni og Robert. Yndisleg ferð, t.d. átti ég afmæli þar en fara ekki miklar sögur af afmælishátiðarhöldum þar sem ég ver eiginlega fjarverandi. Ferðin endaði með góðu partýi í Milano.
Febrúar og skólinn byrjaði aftur, þessa önn held ég að ég hafi sett persónulegt met i partý mætingu, var svona viðeihandi framhald af Italíuferðinni. En eftir ferðina til Seged með Róbert, Bjarti og Idu, hét ég því að hætta þessum ómennis lifnaðarháttum, enda farið að nálgast prófatímabil. En ég kláraði mín próf með ágætis árangri. Þetta vor var frekar kalt í Debrecen, oft verið miklu heitara og sólríkara, svo að ferðir í thermal voru í lágmarki.
Ég var komin í sumarfrí alveig um mánaðarmótin mai júní. Flaug heim, með stuttri viðkomu í sveitinni minni, hélt ég svo áfram vestur á firði. Ísafjörður, þar sem sólin skín. Obviously, því að það var meiriháttar veður í alltsumar fyrir vestan, og fór rosalega vel um mig þarna. Mæli með þessum stað,svona allaveganna að sumri til. Þar var ég að vinna aðveig rosalega vaktaglöð, vann allar helgar nema eina í 2 og hálfan mánuð. Bjó með nýútsrifaðir hjúkku sem átti við mikil geðvandamál að stríða.... dísus kræst. En ég lærði nátturulega helling þarna og fékk dýrmæta reynslu. Fékk 2 rosalega skemmtilegar heimsóknir vestur. Gulla, Ella og Inga vinkonur mínar komu eina helgi og við skvísurnar skelltum okkur tildæmis á sveitaball í súðavík. Svo kom Mamma, pabbi, Hrafnhildur systir og hennar fylgihlutir líka til min og við vorum að túristast um vestfirðina aðeins og auðvitað í rjómablíðu. Um miðjan águstmánuð kvaddi ég Ísafjörð, stoppaði stutt við a suðvestur horninu áður en ég tók undir mig stórt stökk, allaleið til Afríku.
Í Nígeríu eyddi ég um 3 vikum hjá Ritgu vinkonu minni og hennar vinum og fjölskyldu. Ógleimanleg ferð og uppgötvaði margt um þennan hluta heimsins og lika umsjálfa mig. Ætla ekki að endursegja ferðasöguna hér. 6. september fór ég frá nigeríu og aftur til Budapest. Með viðkomu í London svona rétt til að labba oxford street og nota visa. Skólinn byrjar aftur og enn....5.ár. Trúi ekki að þetta sé komið svona langt. Þessa önn var ég frekar róleg, nennti ekki í partý. Reyndi að sinna skólanum sæmilega og sjálfri mér. Fór í tvær ferðir. Eina með bekkjafélögum mínum til Rumeníu, 4 daga ferð á bílaleigubíl. Mjög góð ferð í fallegu landi. Önnur ferð til Parísar, var 5 daga hjá Gunnhildi vinkonu sem er þar í frönsku námi. Aldrei komið til frakklands áður, líst voða vel á parís og á pottþétt efitr að vera þar eitthvað meira.
Aftur kom svo próftímabil.... svona af gamalli venju komst ég í gegn um það áfalla laust. Flaug heim, með við komu í London...svmá jóla shopping og london jamm. Stutt stopp í sveitinni. Ég vinnuglaða konan kom mér í vinnu um hátiðirnar á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Fyrsta vaktin mín sem læknir, og það hefur bara verið rólegt en lærdómsríkt.
Hvað á ég svo að gera um áramótin????????.......

Ég sé núna að ég er frekar mikið á fartinni, stoppa stutt við og farið víða á árinu. Veit ekki með áramóta heit, en ætla reyna að fara að læra á gítar, sjáum hvað setur.
Gleðilegt nýtt ár
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com