Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

laugardagur, janúar 22, 2005

Ég á afmæli í dag
ég á afmæli í dag
ég á afmæli,.. ég
ég á afmæli í dag

vei vei vei, ég lengi lifi
|

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Þegar ég var að rölta niður Laugaveginn í dag, var mér hugsað til yndislegurstu, þægilegustu og flottustu gallabuxna sem ég á, þar sem ég var í window shopping. Ég vissi að þær væru aðeins til hjá Sævari Karli, enda frá D&G. Veit ekki afhverju en hef aldrei farið inn í þá búð. Bara fyrirfram búin að ákveða að þar væri allt fokdýrt og bara svekk að skoða þar. En vildi vita hvað slíkar gallabuxur myndu kosta. Viti menn að þar var útsala og þær kostuðu undir 9000kr.. .. oh my god. Audda skellti ég mér á par, þó að þær hafi ekki verið jafn cool og hinar D&G buxurnar mínar, bara óendanlega confí. Þjónustan þarna er framúrskarandi, og það var Sævar sjálfur sem renndi kortinu mínu í gegn og bauð mér upp á sjóðheitan espresso kaffi á meðan ég beið. Alveig yndæll maður, og ég og Sævar Karl nú orðnir mestu buddís.

Kíkið á síðuna:
Sævar Karl
|

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Fór í bíó í gærkvöldi að sjá chain of unfortunate things með JIm Carry, alveig fínindis ævintýri, þó að ég hafi sofnað yfir myndinni út af acut sleeping attack. Gerist oft í bíó og segir ekkert um myndina. (sofnaði líka á seven á sínum tíma)
Dagurinn í dag var langur og góður. Frekar rólegt í vinnunni í morgun. Fór svo með Sigurdís kandidat á æðaskurðdeildinni niður á Nordica hotel á Læknadagana sem eru haldnir í út vikuna. Stútfull góð dagskrá þar í gangi, fullt af fyrirlestrum og interesant semenars. Fór á cardiologe session um MI og meðferð því tengt. En ég fæ að fara 1 dag frá vinnu til að sitja einhverja fyrirlestra. Stefni á að taka hálfan dag svo á föstudag. Kl fjögur fór ég svo á vakt niður á hringbraut á bráðamóttökuna, ekki mikið að gera í kvöld svo maður hafði smá tíma til að lesa.

Ég mæli með að kíkja á dagskránna á Læknaráðstefnunni, og svo eru fáanlegar nótur og glærur úr flestum fyrirlestrunum. Kíkið á:
Læknadagar
|

mánudagur, janúar 17, 2005

Edith Piaf í þjóðleikhúsinu var alveig frábært, mæli með því.
|

sunnudagur, janúar 16, 2005

Já þetta var hin fínasta helgi. Fór á föstudags kvöld með hrafnhildi og assel til ólafsvíkur að heimsækja Gumma bróðir og fjölsk. Í gær svaf ég út... langþráð... kíkti svo í smá stuss með Gumma, fórum m.a. upp í hesthús og fórum í smá útreiða túr í þessu líka fína veðri, stillt og bjart. Ekki farið á bak í allt of langan tíma. Svo bara tekið því rólega svona family quiality time, og borðar frábæran kvöldmat. Létt steiktan humar og svo lambalæri .... mmmm... alveig ómótstæðilegt, og með góðu rauðvini. Svo spjallað og hlegið fram á nótt.
Nú er ég hinsvegar aftur kominn í bæinn og ætla að skella mér í leikhús í kvöld að sjá Edith Piaf með henni Unni, hef langað að sjá þetta stikki lengi.
Þar sem ég er að vinna næstu helgi og hef ekki tök á að halda upp á ammælið mitt á ammælidaginn minn þá ákvað ég að dagurinn í gær hafi bara verið ammælidagurinn minn, svona allaveganna fyrsti í ammæli, kanski geri ég eitthvað meir þegar ég kem út...
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com