Já þetta var hin fínasta helgi. Fór á föstudags kvöld með hrafnhildi og assel til ólafsvíkur að heimsækja Gumma bróðir og fjölsk. Í gær svaf ég út... langþráð... kíkti svo í smá stuss með Gumma, fórum m.a. upp í hesthús og fórum í smá útreiða túr í þessu líka fína veðri, stillt og bjart. Ekki farið á bak í allt of langan tíma. Svo bara tekið því rólega svona family quiality time, og borðar frábæran kvöldmat. Létt steiktan humar og svo lambalæri .... mmmm... alveig ómótstæðilegt, og með góðu rauðvini. Svo spjallað og hlegið fram á nótt.
Nú er ég hinsvegar aftur kominn í bæinn og ætla að skella mér í leikhús í kvöld að sjá Edith Piaf með henni Unni, hef langað að sjá þetta stikki lengi.
Þar sem ég er að vinna næstu helgi og hef ekki tök á að halda upp á ammælið mitt á ammælidaginn minn þá ákvað ég að dagurinn í gær hafi bara verið ammælidagurinn minn, svona allaveganna fyrsti í ammæli, kanski geri ég eitthvað meir þegar ég kem út...