Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, júlí 16, 2004

Föstudagsnótt
Þið sem ætlið að fara til Eggerts í sumarbústaðinn um helgina, farið varlega.  Var að fá á sjúkrahúsið konu sem var í sumarbústað og voða gaman þangað til hún snéri sig svo illilega að öklinn fór í mask.  Alldrei séð slíkt öklabrot, honum var skellt saman svona sirkabát og gifsuð og send í bæinn þar sem hún verður negld.  Leiðinlegur endir á partyinu.
 
.... en skemmtið ykkur vel.
|
Það var grill í hádeginu í vinnunni í dag og Royale caramellubúðingur á eftir, alveig hreint dásamlegt.  En það er mikið húllum hæ í bænum í dag og um helgina.  Siglingadagar og mikið að gerast.  Allaveganna ætlar Dorrit M. að mæta og bregða sér í níðþröngan blautbúning og skella sér á sjóskíði.
Ég verð á næturvöktum um helgina.
|

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Hvenær vinnur maður í happadrætti, eða fær upphringingu um að hafa verið dregin út í einhverjum leik og unnið einhvern vinning??? Ætli maður verði ekki að vera með í slíkum leikjum og kaupa lottómiða til að eiga möguleika á vinningi.

Um daginn keypti ég mer Íslenskt tímarit, þar var heilsíðu auglysing um eitthvert undrakerm frá Helenu Rubenstein, mikil lofræða um efnin og áhrifin af kreminu en slík gersemis krem krukka kostaði litlar 17000 isl.krónur. Boðið var að senda inn email og fá sendar til baka purfur af þessu kremi (þó ekki með email), jú eina næturvaktina var lítið að gera og ég sendi inn email, og fékk nokkru seinna senda prufu, gott mál. En í gær þegar ég kom úr vinnunni þreytt eftir 17 tíma vakt, beið mín glaðningur. Ég hafði verið dregin út úr einhverjum potti og vann heila krukku af kreminu góða. Ég var mjög glöð og hugsa nú að ég fái ekki hurkkur næstu 50 árin.

Kanski að ég kaupi mér lottó miða um helgina til að sjá hvort lukkan vaki enn yfir mér???
|

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Stend sjálfa mig að því að kíkja í dagbókina og telja dagana til bæði, tónleikana með djí Júnit og fimtí sent og til Afríku ferðarinnar. En þetta vinnu tímabil er farið að síga á seinni hlutann, bara 5 vikur eftir í vinnu. Ekki það að það sé leiðinlegt í vinnunni, en ég á mér ekkert líf utan vinnu svona nánast og hlakka til að sósilisera.

Mamas&papas ætla kanski að koma vestur fljótlega.. það verður gaman aðeins að sjá settið, og Hrafnhildur systir og fjölsk, er það ekki hrafnhildur??
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com