Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, júní 25, 2004

Ég eyði þessari helgi á næturvötkum, og í nótt hef ég skoðað eins og 5000 myndir af victoriasecret.com, já það er sem sagt ekki mikið að gera... sem betur fer kanski. Er bara hérna með eitt nyfætt barn við hliðina á mér og hann sefur eins og engill.

Ég er búin að vera að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara á Sauðakrók á Landsmót, en er eiginlega að guggna á því, er reyndar ekki að vinna þá helgi, en nenni ekki að redda mér fari og þessháttar. En heimsóknir eru vel þegnar þessa helgi??????

Var að lesa í mogganum litla grein um þræla tískunnar. Konur sem láta stytta á sér tærnar til að passa í minni skó og vera með "fallegri" fætur. Svo eru sumar konur að láta taka af sér táneglurnar og enn aðrar að fá sér gervineglur á tærnar, þó að ég falli stundum í þrældóm tískunnar þá held ég að ég muni ekki detta inn í svona draskískar aðgerðir.
|

miðvikudagur, júní 23, 2004

Í dag kynntist ég skemmtilegu formi sem ég get hugsað mér að vinna með í framtíðinni. Það var fjar fundur sem ég sat í dag, hjúkrunarfræðingar sem sjá um öldrunar mál á ísafiriði sátu fund með öldrunarlækni sem var í reykjavik, nútíma tækni í hávegum. Ég stórhrifin af þessu, sá fyrir mér mig bara í sumarhúsi á spáni og hitti svo umboðsmann minna sjúklinga á netinu svona einhvertíman eftir hádegi annanhvern dag. Ég hugsa mér gott til glóðarinnar.
|

þriðjudagur, júní 22, 2004

Spurning dagsins, hvaða bæjarfélag er þetta???

|
Fór í gærkvöldi í yoga tíma, alveig rosalega nauðsynlegt. Fann að ég er frekar styrrð og vantar aðeins að kyrra mig (allavegana styrrð miða við hvað ég á aðmér að vera)

Fyndið hvað maður getur verið skrítinn varðandi peninga. Nú í vor átti ég engan pening bara fullt af mínus, og mér var alveig sama, það plagaði mig ekkert, notaði bara visa og gerði það sem mig langaði til. Nú er ég búin að fá greitt frá LIN (guðs blessun fyrir LIN) og er að vinna alveig helling og á minni mínus. En á sama tíma er ég allt í einu að spá í hverja krónu, tími ekki neinu og er geðveikt að spara. Hvernig er þetta hægt. Mér finnst miklu erfiðara og more stressful að spara heldur en að eyða peningum.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com