Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, júní 17, 2005



Gleðilegan 17.júní.
Búið að vera nokkuð að gera hjá mér í dag, hitti fyrsta sjúklinginn kl 6 í morgun og svo slæðinngur í dag. Þess á milli liggjum við Krummi í sólbaði.
|

fimmtudagur, júní 16, 2005

Ég var að verða ömmusystir í morgun í annað sinn. Agnes átti stórann strák í morgun til hamingju með það.

Stutt vika og búin að vera fljót að líða. Verð á vaktinni um hlegina, eins og verður væntanelga í allt sumar. Svo er ég að passa kött um helgina, læknishjónin fóru út úr bænum svo ég tók köttinn Krumma að mér, með ánægju.
Var að spá i þetta með kisuna mína. Kisur ganga með í 8 vikur og það er ekki svo langt síðan hún fór frá mér. Þessi getnaður er mjög dularfullur, man ekki eftir að hún hafi verið breima (það fer ekki fram hjá neinum ) né að hun hafi hitt neinn fress, og líka er hún bólusett með fyrir svona uppákomum. svo hér hlítur bara að vera kraftaverk eins og hjá maríu mey. Þessir kettlingar eru getnir af heilögum anda.
|

mánudagur, júní 13, 2005

Mér efst í huga...........Kisa mín er búin að eiga kettlinga, 3 stykki takk fyrir.
Það tók hana ekki langan tíma að afreka þetta, og ég er svo glöð fyrir hennar hönd. Á örugglega eftir að heimsækja hana einhvertímann.

Annars var helgina nokkuð róleg hjá mér, hljóp reyndar ekki kvennahlaupið. Svona þegar ég var búin að skrá mig og kellurnar voru að fara af stað hringdi siminn og ég þurfti að fara upp á heilsugæslustöð. Svo ég hljop bara þangað... en ég fékk alaveganna bol og get þóst hafa hlaupið. Smá stuss á laugardaginn og sunnudaginn.
Ég borðaðr svo frábæran kvöldmat á Halldórskaffi í gærkvöldi, grillaðan silung.
Hef svo verið að lesa mikið um þessa ákvörðun sem var tekin um helgina af G 8 að fella niður skuldir 20 þjóða, gott mál.

Vaknaði í morgun við smá skilaboð frá Barcelona.... ekki leiðinlegt
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com