Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, nóvember 21, 2003

ja og svo í framhaldinu gaf Björg mér hvíta túlípana í dag, svona til að halda upp á upphaf prófa, yndi Takk aftur.
|
jibbbííí cola,,....skólinn er búin, síðasti skóladagur í dag, mætti reyndar bara í lyfjafræði fyrirlestur og seminar, en skrópaði restina því eg ver að lesa fyrir slysó. En fór seinnipartinn í corpus hljóp smá og fór svo í nudd hjá Attilla, alveig dásamlegt og hann gaf mér það gullna comment að ég væri eins og Naomi campell, ég væri svo mikil díva. Kösenum seben.
|

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

jaja þá er fyrsta prófið búið og það gekk mjög vel. MIkið er gott að vera búin með prof, fara í gymmið og svitna almennilega út prof stress svitanum, og nú á bara að krassa í sóffanum og glápa á ´DVD. En það er nú engin pása samt, því næst á dagskránni er að taka slysalækninar á mánudaginn svo ég verð að halda vel á spöðunum um helgina. En ég er að fara að gera eitt skemmtilegt á morgun, ætla að fara til Attila nuddara og fá nudd frá toppi til táar, þá ætti ég að vera klár í að sitja á rassgatinu alla helgina. Það er alveig merkilegt hvað maður getur verið afkastamikill þegar á reynir, maður vinnur best undir mikilli pressu allaveganna ég og geri bara það sem þarf að gera. Og ef ég þarf ekki að gera neitt, þá kem ég engu í verk, er það ekki þannig með alla.
|

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

ja ég er ennþá í downlódinu, alltaf að hlusta á nýja tónlist. Prófa lestr gengur bara ágætlega, ef allann daginn á morgun og svo er profið kl. 3 á fimtudag. Eg lærði á bókasafninu í dag til kl 7 fór svo í kvöld i heimsókn til Ritgu og var að tjilla og kjafta, voða yndælt.
Það er eitt fyndið atriði sem ég sé stundum, þegar ég fer á morgnanna í corpus (gymmið) þá eru tvær konur að skúra og þrífa. Eldir konur í rósóttum sloppum og með gula gúmmíhanska. Önnur þeirra skreppur alltaf í tækin á milli þess sem hún þrífur, skúrar einn hluta og hjólar svo á þrekhjólinu í 4 mín, þurkar af og gerir svo rassa æfingar. Hún er algjört yndi og hún er ekkert að taka af sér gúmmíhanskana á meðan.
Við erum búnar að sétja upp hérna jólaseríur í glugga og það er orðið smá jóla hérna, nokkrir eru búnir að sétja seríu á tré út í görðum, mér finnst þetta ekkert of snemmt, það er svo dymmt, og til hvers að kaupa seríur og jólaskraut og má bara nota það nokkrar vikur á ári. Mér finnst að það eigi að nota það á meðan það er enn mjög dymmt, allaveganna út febrúar.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com