Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, september 26, 2003

Föstudagskvold, og það er endalaust tjill í gangi. Við, Björg og Bjartur (systkinin) borðuðum steiktan fisk og fullt af ís á eftir og svo bara krassa í sófanum og glápa á sjónvarp. Vikan er bara búin að vera fín. Eg byrjaði í ungversku á mándaginn svona valáfangi og nokkuð gott að halda við ungveskunni. Eg er búin að vera dugleg að fara í corpus (líkamsræktin) það gengur mjög vel og rosa programm í gangi. I gær fórum við kristin upp á slysó á "duty", vorum í saumaherberginu að fylgjast með saumaskap og nokkrar neglur fjarlægdar og svo fórum við upp á skurðskofu að fylgjast með aðgerð. Þar var verið að negla saman ökla á manni, skrufað 3 skrufur og borað með borvél. Svona borvélar, naglar og skrufur finnst mér ekki aðlaðandi hluti af læknisfræði, ég ætla ekki að vera bæklunarlæknir....held ég. Ég er flinkari að sauma en negla.
Á morgun er árlega fótboltamót norsarana, og ég og kristin erum í liði með nokkrum norskum stelpum á 5 ári og stefnum hátt að sjálfsögdu. Þetta byrjar kl 9 í fyrramálið svo ég held að ég fari bara snemma að sofa. ble.
|

sunnudagur, september 21, 2003

Alveig vonderfúl helgi. Það er búið að vera 27 stiga hiti og endalaust chill í gangi. En í dag er merkis dagur því að hún elskulega móðir mín á afmæli í dag og líka hún elskulega vinkona og frænka, Kristin. Til hamingju með þetta stúlkur mínar. Mikilvæagar konur í mínu lífi og miklir áhrifavaldar.
En hvað hefur drifið á daga mína, síðast liðin skólavika var bara ljómandi, ég er búin að skrá mig í slatta af val áföngum og það fer allt í gang í næstu viku, kanski verður það of mikið en við sjáumtil. Á mánudögum verð ég í ungversku kl 16.og svo í yoga eftir það. Svo er ég skráð í skurðlækna kúrs sem heitir operative techniqes, og annan sem heitir edoscopic diagnostics. En ég verð að segja að leiðilegustu skóladagarnir eru föstudagar, þá er 4 timar af lyfjafræði sem er frekar þurrt en ég er að reyna að halda áhuga því þetta er nátturulega mjög mikilvækt og svo er tímar af preventive medicin þar sem verið er að tala umskipulagningu heilsugæslu og forvarnir, líka mjög mikilvækt .... en come on klukkan orðin 2 á föstudegi og svo endar dagurinn á vettfangsferð sem var nú síðast í vatsveituna þar sem við fræddumst allt um hreinsum vats og evrópu staðla hvernig drykkjar vatn á að vera samansett, já vatn er hollt og gott og nauðsinlegt fyrir hrausslegt útlit. Drekkið meira vatn. Vissuð þið að maður notar um 70 litra af vatni á dag, drekka, vaska upp, sturta niður , sturtu og svo fr. A meðan stór hluti jarparbúa hefur ekki aðgang að drykkjarhæfu vatni. ja og við kunnum ekki að meta það.

A föstudagskvoldið var busavixla á fyrsta árs nemum með tilheyrandi filleríi, ég rétt kikti við, og var vitni af nemum raka af sér augnabrúnirnar og margt fleira ja þau lögðust lágt til að impressa eldri nema. í gærkvöldi var svo party hja kristinu í flottu nyju íbuðinnihennar.

nu verð ég að hlaupa, það er eitthvað happening í skólanum kl 5
see you later
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com